Ritröð RBF

RBF gefur út ritröð í samstarfi við Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, Ís-Forsa.

Markmiðið með útgáfu ritraðarinnar er að skapa vettvang á Íslandi til að gefa út lengri fræðilegar ritsmíðar um efni á sviði félagsráðgjafar sem ekki henta til birtingar í tímaritum eins og tímariti félagsráðgjafa eða í fréttablöðum fagfélaga. Hlutverk ritraðarinnar er þannig að miðla faglegri þekkingu sem hefur vísindalegt og hagnýtt gildi. Hér er skapaður vettvangur til að birta afrakstur rannsókna í félagráðgjöf sem ekki er tilbúinn til endanlegrar útgáfu eða verk sem eru enn í vinnslu (working papers), skýrslur um verkefni og styttri útgáfur valdra námsritgerða.

Gert er ráð fyrir því að ritröðin komi út eftir því sem efni berst og að hvert rit geti verið mismunandi að lengd. Þannig verður líka upplag og verð hvers rits ákveðið um leið og það kemur út. Útgáfa nýs heftis verður kynnt á heimasíðum RBF og Ís-Forsa og auglýsing send Félagsráðgjafafélagi Íslands.

Ábendingar um efni fyrir ritröð RBF skulu sendar á rbf@hi.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is