Námskeið - Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody

Lausnin – fjölskyldumiðstöð kynnir námskeðið Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody sem haldið verður í samstarfi við Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd.

Námskeiðið er ætlað fagfólki og krafa gerð um formlega háskólamenntun ásamt reynslu af meðferðarvinnu eða ráðgjöf. Námskeiðið fer fram dagana 14-18 október 2015.

Á þessu öfluga námskeiði fær fagfólk sem vinnur að úrlausnum í tengslum við áföll og meðverkni, kynningu á sjúkdómshugtaki sem byggir á því að vanþroski á fullorðinsárum er ákveðin þróun sem tengist uppeldinu sem við fáum sem börn. Forsenda endurhæfingarinnar er að upprunaleg ástæða vanþroskans sé vegna áfalla sem eiga sér stað í tengslum við misnotkun og/eða vanrækslu í uppvextinum.

Kennari á námskeiðinu er Sarah Bridge en hún hefur verið nánasti samstarfsaðili Piu Mellody til margra ára og kennir aðferðir hennar. Sarah er félagsráðgjafi og hefur unnið með börnum, unglingum og fullorðnum í rúm 26 ár. Hún hefur starfað á spítölum, heilsugæslu og á einkastofum.

Dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor í félagsráðgjöf við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands verður gestafyrirlesari á námskeiðinu og mun fjalla um fjölskyldurannsóknir ( klínik  og rannsóknir) .

Allar nánari upplýsingar má finna hér http://www.lausnin.is/?p=6454

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is