Um RBF

Lógó RBFRannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) er rannsókna- og fræðslustofnun. Rannsóknastofnuninni er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði félagsráðgjafar, einkum öllu því er lýtur að stefnumörkun, þróun og þjónustu í barna- og fjölskylduvernd sem spannar allt lífsskeiðið frá æsku til efri ára. Markmið RBF er jafnframt að miðla vísindalegri þekkingu um félagsráðgjöf og laða fræðimenn til starfa á þessu sviði. Stofnunin var formlega opnuð 12. maí 2006; er starfrækt í félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og heyrir undir Félagsvísindastofnun.

Nýjustu útgáfur

Karlar til ábyrgðarKarlar til ábyrgðar
Ásdís A. Arnalds, Elísabet Karlsdóttir og Hafsteinn Einarsson (2014). Úttekt á meðferðarúrræðinu Karlar til ábyrgðar. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölsklduvernd og Félagsvísindastofnun.

 

Feður á Norðurlöndunum

Feður á Norðurlöndunum
Guðný Björk Eydal og Tine Rostgaard (2014). Hér er hægt að kaupa bókina og kynna sér nánar efni hennar

 

Kynferðisofbeldi gegn börnum - Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen. (2014). Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr.

 

Ofbeldi á heimili - með augum barna Guðrún Kristinsdóttir (ritsjóri) (2014)

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is